Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna

31.05.2013

Verðlaun voru veitt til sigurliða Hjólað í vinnuna í dag í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Heilartennur.is, GÁP Hjólabúðin, Ófeigur gullsmiðjan og Sturta.is, Roðasalir Dagþjálfun, Efnalaug Suðurlands, Íþróttamiðstöð Reykholts, Heilsuleikskólinn Suðurvellir, Sabre Iceland, Síðuskóli, Verkís, Advania og Íslandsbanki sigruðu í sínum flokkum og náðu flestum dögum en liðið Tannhjólin frá Advania hjólaði flesta kílómetra eða 6.416 og liðið Trackshittaz frá Gagnavörslunni hjólaði 911,31 kílómetra á mann.


7.837 þátttakendur frá 645 vinnustöðum hjóluðu 570.131 kílómetra á þeim 13 dögum sem verkefnið Hjólað í vinnuna stóð yfir. Við það sparaðist um 102 tonn af útblæstri CO2 og 56.980 lítrar af eldsneyti sem gera 14 milljónir króna og brenndar voru um 36 miljónir kaloría sé þessi vegalengd gengin en 19 milljónir kaloría sé þessi vegalengd hjóluð, sé miðað við 80 kg mann sem ekur á fólksbíl. Ferðamáti var í 91% á hjóli, 7% gangandi, 1%, strætó og 1% hlaup.

Samstarfsaðilar Hjólað í vinnuna eru: Valitor, Embætti landlæknis, Reykjarvíkurborg, Landssamtök hjólreiðarmanna, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, Hjólafærni, Rás 2 og Örninn.

Heildarúrslit má finna inn á www.hjoladivinnuna.is