Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Næst síðasta keppnisdegi lokið

01.06.2013

Dagskrá íslensku keppendanna hófst í undankeppni kvenna í loftskammbyssu. Þar tryggðu Jórunn Harðardóttir og Kristína Sigurðardóttir sig inn í úrslit. Þar hafnaði Kristína í áttunda sæti og Jórunn vann til silfurverðlauna. Í karlakeppninni komust Thomas Viderøy og Ásgeir Sigurgeirsson í úrslit. Þar sigraði Thomas og Ásgeir hafnaði í öðru sæti. Nánari upplýsingar um keppni skotmanna má sjá á heimasíðu sambandsins hér.

Í blaki léku bæði íslensku liðin við San Marínó, báðar viðureignirnar töpuðust. Í strandblaki hafa konurnar lokið keppni en strákarnir léku við Liechtenstein í dag, viðureignin tapaðist 2 - 0. Nánari upplýsingar um blakleikina má sjá á heimasíðu Blaksambandsins, sjá hér.

Í körfunni léku bæði liðin við Kýpur, gengi þeirra var misjafnt. Konurnar unnu stórsigur (sjá hér) en karlarnir töpuðu stórt (sjá hér).

Íslensku keppendurnir hafa lokið keppni á leikunum, í dag sigraði Kári Mímisson andstæðing sinn frá Möltu og komst í 8 manna úrslit. Þar laut hann í lægra haldi fyrir stigahæsta leikmanni mótsins. Aldís og Eva lutu í lægra haldi í viðureignum dagsins, um keppnina má lesa nánar hér.

Að vanda voru íslensku keppendurnir í sundi aðsópsmiklir í verðlaunasöfnun í lauginni. Afrakstur dagsins eru fjögur gull, eitt silfur og þrenn bronsverðlaun. Nánari upplýsingar um úrslit og verðlaunahafa má finna hér.

Á morgun er síðasti keppnisdagur leikanna, þá eiga íslensku karlarnir í strandblaki og blaki leik við Mónakó. Konurnar í körfunni spila við gestgjafana hér í Luxemborg sem sker úr um hvor þjóðin sigrar körfuknattleikskeppnina. Keppni á leikunum lýkur svo á frjálsíþróttavellinum þar sem keppt verður til úrslita í fjölmörgum greinum.