Kvennahlaupið er í dag
08.06.2013
Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja konur til þess að hreyfa sig og stunda heilbrigt líferni. Á hverju ári er valið eitt málefni tengt konum til þess að vekja athygli á en í ár var ákveðið að vera í samstarfi við styrktarfélagið Göngum saman. Árlega greinast um 195 konur með brjóstakrabbamein sem er algengasta krabbamein meðal kvenna. 90% þeirra sem greinast með brjóstakrabbamein eru á lífi fimm árum eftir greiningu. Árið 2012 veiti Styrktarfélagið Göngum saman 10 milljónir króna til íslenskra rannsóknaraðila á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Með þessari styrkveitingu hefur Göngum saman úthlutað alls rúmum 32 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini á fimm árum.
Kvennahlaupið er einn stærsti íþróttaviðburður ársins en hlaupið verður á 81 stað hérlendis og á 17 stöðum erlendis. Hátíðardagskrá verður á mörgum hlaupastöðum og víða verður frítt í sundlaugar fyrir þátttakendur að loknu hlaupi. Hlaupið verður kl. 11 á fjölmörgum stöðum t.d. í Mosfellsbæ og á Akureyri en fjölmennasta hlaupið er jafnan í Garðabæ en þar verður hlaupið frá Flataskóla kl. 14:00. Skemmtidagskrá hefst við Flataskól í Garðabæ kl. 13:30 en þær hlaupalengdir sem í boði verða eru 2km, 5km og 10km.
Konur geta kynnt sér nálæga hlaupastaði á vef Sjóvá www.sjova.is en þar má einnig finna upplýsingar um tímasetningar hlaupa, lengdir og skemmtidagskrá á hverjum stað fyrir sig.
Hreyfum okkur samanMarkmið Kvennahlaupsins er að hvetja konur til þess að hreyfa sig og stunda heilbrigt líferni. Á hverju ári er valið eitt málefni tengt konum til þess að vekja athygli á en í ár var ákveðið að vera í samstarfi við styrktarfélagið Göngum saman. Árlega greinast um 195 konur með brjóstakrabbamein sem er algengasta krabbamein meðal kvenna. 90% þeirra sem greinast með brjóstakrabbamein eru á lífi fimm árum eftir greiningu. Árið 2012 veiti Styrktarfélagið Göngum saman 10 milljónir króna til íslenskra rannsóknaraðila á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Með þessari styrkveitingu hefur Göngum saman úthlutað alls rúmum 32 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini á fimm árum.