Hjólum í skólann hafið
Hvatningarátakið Hjólum í skólann - framhaldsskólakeppni hófst í dag, mánudaginn 16. september og stendur til föstudagsins 20. september. Nú eru 13 framhaldsskólar skráðir til leiks en það eru um 40% allra framhaldsskóla landsins. Hægt verður að skrá sig til leiks þar til átakinu lýkur.
Hjólum í skólann er nýtt verkefni þar sem nemendur og starfsmenn framhaldsskólanna keppa sín á milli um að nýta virkan ferðamáta sem oftast til og frá skóla, en með virkum ferðamáta er átt við t.d. að hjóla, ganga, hlaupa, fara á hjólabretti/línuskautum eða í strætó.
Markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta meðal nemenda og starfsmanna framhaldsskólanna.
Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á www.hjolumiskolann.is.