Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
18

Hjólum í skólann lokið

25.09.2013

Hjólum í skólann fór fram í fyrsta sinn dagana 16. – 20. september. 17 framhaldsskólar voru skráðir til leiks, tæplega 50% allra framhaldsskóla landins, með 2.357 nemendum og starfsmönnum. Alls voru hjólaðir 13.472 km eða 10,06 hringir í kringum Ísland. Við það sparaðist rúmlega 2.000 kg af útblæstri CO2, tæplega 1.200 lítrar af bensíni og tæplega 300.000 kr. í bensínkostnað. Þess má geta að eitt tré á Íslandi kolefnisjafnar 2 kg af CO2 og hefði því þurft 1000 tré til að kolefnisjafna þessi 2.000 kg af útblæstri CO2.

Vinsælasti samgöngumátinn var strætó þar sem gengið var til og frá stoppistöð með um 45,3% ferða, hjólreiðar með 37,9%, ganga með 12,2%, strætó þar sem hjólað var til og frá stoppistöð 2,1%, hlaup 1,3%, línuskautar 0,7% og annað 0,5%.

Verðlaunaafhending Hjólum í skólann verður föstudaginn 27. september frá 12:10 – 13:00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, E-sal 3. hæð. Veitt eru verðlaun fyrir flesta þátttökudaga hlutfallslega miða við heildar fjölda nemenda og starfsmanna í skólanum og fá þrír efstu framhaldsskólarnir í hverjum flokki viðurkenningu fyrir sinn árangur.