Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Undirritun samninga við ÍSÍ

09.10.2013

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Lárus L. Blöndal forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands undirrituðu fjóra samninga um fjárframlög á fjárlögum 2013. Með samningunum eru samskipti ráðuneytisins við ÍSÍ formfest hvað fjármál varðar og einnig er orðið við almennum tilmælum Ríkisendurskoðunar um að gerðir séu samningar um fjárframlög á fjárlögum. 

Um er að ræða samning um rekstur ÍSÍ að fjárhæð 103,7 m.kr., stuðningur við starfsemi sérsambanda ÍSÍ að fjárhæð 70 m.kr., samningur um ferðasjóð íþróttafélaga að fjárhæð 70 m.kr. og samningur um afrekssjóð ÍSÍ að fjárhæð 55 m.kr. Samningarnir verða birtir á vef ráðuneytisins innan skamms.