Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
14

Vel sótt ráðstefna um farsæla öldrun

18.10.2013

Ráðstefnan Farsæl öldrun sem  fram fór í hátíðarsal Háskóla Íslands í gær var vel sótt, en um 130 manns hlýddu á erindin. Ráðstefnan var samstarfsverkefni menntavísindasviðs HÍ og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og þótti takast vel og var góður rómur gerður af erindunum sem voru allt í senn ólík, fræðandi og skemmtileg.

Markmið ráðstefnunnar var meðal annars að efla tengsl ólíkra fræðasviða Háskóla Íslands við íþróttahreyfinguna en um leið að tengja margþætt vísinda-, kennslu- og nýsköpunarstarf við það hvernig hægt er að stuðla að farsælli öldrun í samstarfi við íþróttahreyfinguna. 

Fram kom í erindunum að farsæl öldrun fælist í því að hreyfa sig og huga þar bæði að styrktar- og þolþjálfun, borða fjölbreyttan og hollan mat og sinna félagslega þættinum. Þá fengu ráðstefnugestir innsýn í margslungin verkefni sveitarfélaga þegar kemur að málefnum aldraðra, en aðgengi og tilboð að hreyfingu fyrir þennan aldurshóp hefur aukist til muna undanfarinn áratug.

Mikil og góð umræða skapaðist um öll erindin. Upptaka af ráðstefnunni verður gerð aðgengileg fljótlega.

Myndir með frétt