Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
16

U15 landslið drengja í knattspyrnu á leið á Ólympíuleika ungmenna 2014

21.10.2013

Íslenska U15 landslið drengja í knattspyrnu tryggði sér í dag sæti á Ólympíuleika ungmenna 2014 með því að bera sigurorð af Moldavíu í úrslitaleik fjögurra liða móts þar sem keppt var um eina sæti Evrópu á leikunum.  Leikurinn fór 3-1 en staðan í hálfleik var 2-0. Hilmar Andrew McShane, Kristófer Ingi Kristinsson og Áki Sölvason skoruðu mörk íslenska liðsins í dag. Sex þjóðir munu keppa í knattspyrnu drengja á Ólympíuleikum ungmenna, ein frá hverri heimsálfu. 
Leikarnir fara fram í Nanjing í Kína á næsta ári en leikarnir voru fyrst haldnir í Singapore árið 2010 að frumkvæði fyrrverandi forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar, dr. Jacques Rogge. 

Árangur þessa unga landsliðs er frábær og geta Íslendingar verið stoltir af því að eiga einu fulltrúa Evrópu í knattspyrnu dengja á næstu Ólympíuleikum ungmenna.