Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
13

Vika 43 - Vímuvarnavikan

21.10.2013

Í Viku 43 árið 2013 vilja félagasamtökin sem að henni standa minna á að almenn þátttaka, einhugur og víðtækt samstarf í forvörnum er lykillinn að árangri. Markmiðið þarf að vera hið sama þótt leiðirnar séu fjölbreyttar. Í Viku 43 árið 2013 vilja félagasamtökin einnig minna á að grasrótin er virk í forvarnastarfi og meðvituð um möguleika sína, framlag og hlutverk. Starfsemi félagasamtaka skiptir miklu í forvarnastarfi og rannsóknir sýna að þátttaka ungs fólks í íþrótta- og  félagsstarfi stuðlar að minni ávana- og vímuefnaneyslu og notkun ávana- og vímuefna ungmenna á Íslandi er með því minnsta sem þekkist í Evrópu.

Upplýsingar um viku 43 er að finna á www.vika43.is og á fésbókarsíðu verkefnisins sjá hér.