Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Helga H. Magnúsdóttir sæmd Heiðurskrossi ÍSÍ

03.12.2013Á Formannafundi ÍSÍ 29. nóvember sl. var Helga H. Magnúsdóttir sæmd Heiðurskrossi ÍSÍ.  Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ veitti Helgu viðurkenninguna með aðstoð Helgu Steinunnar Guðmundsdóttur varaforseta ÍSÍ.  Helga hefur komið víða við í íþróttahreyfingunni.  Hún átti sæti í framkvæmdastjórn ÍSÍ frá 1996-2013 og þar áður í varastjórn sambandsins um árabil.  Helga hefur starfað lengi í þágu handknattleikshreyfingarinnar og árið 2012 var Helga kjörin fyrst allra kvenna í framkvæmdastjórn Evrópska handknattleikssambandsins –EHF.  Þá var hún búin að starfa í mótanefnd EHF í 12 ár.  Helga hefur einnig átt sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum innan ÍSÍ, svo eitthvað sé nefnt og er sem stendur formaður sjóðsstjórnar Afrekskvennasjóðs Íslandsbanka og ÍSÍ.