Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
12

Hjólað í vinnuna vefurinn í úrslitum

27.01.2014Hjólað í vinnuna vefurinn er tilnefndur til Íslensku Vefverðlaunanna í flokknum besti non-profit vefurinn ásamt fjórum öðrum verkefnum. 

Íslensku Vefverðlaunin eru veitt af SVEF Samtökum Vefiðnaðarins og eru verðlaunin veitt þeim íslensku vefverkefnum sem hafa þótt skara framúr á árinu. Sjö manna dómnefnd skipuð sérfræðingum í vefmálum hefur unnið úr þeim 150 verkefnum sem tilnefnd voru að þessu sinni.

Úrslit verða tilkynnt á verðlaunahátíð sem verður haldin í Gamla bíói föstudaginn 31. janúar kl. 17.00.

Nánari upplýsingar um Íslensku Vefverðlaunin er að finna hér.

Hjólað í vinnuna er heilsu- og hvatningarverkefni á vegum ÍSÍ en vefurinn er unnin í samstarfi við Advania.