Vetrarólympíuleikar – Sochi 2014

Á leikunum í Sochi eru þrjú Ólympíuþorp. Eitt þorp er við Svartahafið, þar sem keppendur í ísgreinum munu búa. Er það staðsett við hlið Ólympíusvæðisins og nærri alþjóðaflugvellinum. Um eina klukkustund tekur svo að keyra í hin þorpin tvö, en þau eru staðsett í fjöllunum. Íslendingar munu dvelja í þeim báðum, þ.e. skíðaganga í einu þorpi og alpagreinar í öðru, og eru þau bæði staðsett nærri keppnissvæðinu í viðkomandi greinum.
Síðustu daga hefur verið töluvert um rigningu í Sochi, og í fjöllunum hefur verið snjókoma og töluverð þoka. Í dag má hins vegar segja að sólin hafi látið sjá sig, og er umhverfið glæsilegt, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem er frá Ólympíuþorpinu þar sem alpagreinar munu dvelja.