Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

Vel heppnuð opnunarhátíð

06.02.2014Opnunarhátíð Lífshlaupsins fór fram í samkomusal Hraunvallaskóla í Hafnarfirði í gær, miðvikudaginn 5. febrúar.

Hafsteinn Pálsson, formaður almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, Geir Gunnlaugsson, landlæknir, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, skólastjóri Hraunvallaskóla, Magnús Ragnarsson, aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra, Áslaug Einarsdóttir frá velferðarráðuneytinu og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar fluttu stutt ávörp og tóku þátt í léttri og skemmtilegri þraut, ásamt nemendum úr Hraunvallaskóla, sem Andrés Guðmundsson hjá Skólahreysti stjórnarnaði. Einnig fluttu nemendur skólans skemmtiatriði. 

Hægt er að skoða myndir frá opnunarhátíðinni inn á síðu Lífshlaupsins á Facebook.