Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Íþróttaleiðtogar hittast í Sochi

18.02.2014

Á Vetrarólympíuleikunum í Sochi eru samankomnir allir helstu forsvarsmenn íþrótta- og ólympíuhreyfingarinnar á heimsvísu.

Dvöl þeirra á leikunum er meðal annars notuð til þess að funda, mynda og styrkja tengslanet og ræða ýmis hagsmunamál hreyfingarinnar.  ÍSÍ tekur alls þátt í 10 ólympískum verkefnum á hverri ólympíuöðu og sterkt tengslanet stjórnar og starfsfólks ÍSÍ hefur oft komið sér vel þegar á hefur reynt.

 

Forseti ÍSÍ nýtti tímann vel þá daga sem hann var í Sochi og hitti marga af helstu íþróttaleiðtogum heims. Á meðfylgjandi mynd eru Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ  og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ með nýkjörnum forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar, Thomas Bach, sem er á sínum fyrstu Ólympíuleikum eftir að hann tók við embætti forseta IOC.