Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins

28.02.2014Góð mæting var á verðlaunaafhendingu Lífshlaupsins í dag þar sem fulltrúar frá grunnskólum og vinnustöðum tóku á móti sínum verðlaunum. 

Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, ávarpaði gesti og fór yfir helstu tölfræði keppninnar og afhendi sigurvegurum verðlaunaplatta ásamt Hafsteini Pálssyni, formanni almenningsíþróttasviðs ÍSÍ. 

Frábær þátttaka var í vinnustaðakeppninni í ár þar sem þátttakendum fjölgaði um 9% á milli ára en alls skráðu 463 vinnustaðir 1349 lið og 13.587 liðsmenn til leiks. Góð þátttaka var einnig í grunnskólakeppninni þar sem 46 skólar skráðu 502 bekki með 7.553 nemendur til leiks. Um 900 þátttakendur eru í einstaklingskeppninni og er heildarfjöldi þátttakenda í Lífshlaupinu um 22.000.

Úrslit og nánari upplýsingar má sjá inn á  lifshlaupid.is

Myndir frá verðlaunaafhendingunni má sjá seinna í dag inn á síðu Lífshlaupsins inn á Facebook.