Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Nýr formaður kjörinn hjá USVH

14.03.2014

Ársþing Ungmennasambands V-Húnavatnssýslu var haldið að Reykjum í Hrútafirði í gærkvöldi.  Rúmlega 30 þingfulltrúar mættu til þings en það var Umf. Dagsbrún sem var gestgjafi þingsins að þessu sinni.  Júlíus Guðni Antonsson þingforseti stýrði þinginu af röggsemi. Starf sambandsins síðastliðið ár var gott, fjárhagur með ágætum og andinn góður. Á þinginu voru lög sambandsins tekin til endurskoðunar í heild sinni.

Guðmundur Haukur Sigurðsson lét af formennsku í sambandinu eftir sex ára setu í embætti og var honum þakkað fyrir sín góðu störf með blómum og gjöfum.  Nýr formaður USVH var kjörinn Reimar Marteinsson en með honum í stjórn eru Halldór Sigfússon varaformaður, Elín Jóna Rósinberg gjaldkeri, Hörður Gylfason ritari og Vigdís Gunnarsdóttir.  Í varastjórn sitja Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sara Ólafsdóttir og Kristinn Víglundsson.

Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Gunnlaugur Júlíusson úr varastjórn ÍSÍ.