Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Starfsamt ársþing UÍA á Djúpavogi

01.04.2014

UÍA hélt ársþing sitt á Djúpavogi sunnudaginn 30. mars síðastliðinn.  Um 35 þingfulltrúar sátu þingið að þessu sinni.  Ársþingið var starfsamt og mikill fjöldi tillagna sem lá fyrir þinginu.  Fram kom í skýrslu stjórnar að starfsemi innan sambandsins er afar gróskumikil.  Einnig kom fram í skýrslu gjaldkera að reikningar sambandsins voru jákvæðir.  ÍSÍ veitti Albert Jenssyni silfurmerki á þinginu fyrir öflugt og farsælt starf innan íþróttahreyfingarinnar.  Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.  Á myndinni er formaður UÍA Gunnar Gunnarsson í pontu.  Hann var endurkjörinn formaður á þinginu og aðalstjórnin er einnig óbreytt.