Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

Vinnufundur starfsfólks ÍSÍ

08.04.2014 

Þann 7.apríl var haldinn vinnufundur fyrir starfsfólk ÍSÍ. Á fundinum var farið yfir ýmis mál, en einna helst Smáþjóðaleikana sem haldnir verða í júní 2015 á Íslandi og áhrif þess verkefnis á starfsemi Íþrótta- og Ólympíusambandsins. Augljóst er að Smáþjóðaleikarnir eru stórt verkefni fyrir ÍSÍ og alla sem að þeim koma og í mörg horn er að líta. Einnig var farið yfir einstök verkefni starfsmanna, dagleg störf og íþróttaþing. Verkefni eins og Evrópuleikar, Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar og Ólympíuleikarnir í Ríó árið 2016 voru rædd. Að loknum degi má segja að mörg spennandi verkefni séu framundan í íþróttahreyfingunni á næstu mánuðum og árum.