Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

3

Vel mætt á ársþing BSÍ

02.05.2014Ársþing Badmintonsambands Íslands var haldið 30. apríl í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þingfulltrúar voru 40 frá átta héraðssamböndum og íþróttabandalögum. Formaður flutti skýrslu stjórnar og gjaldkeri reikninga sambandsins, en BSÍ hefur verið rekið með hagnaði síðustu tvö starfsár. Fyrir þinginu lágu tillögur um liðakeppni unglinga og að BSÍ setti á laggirnar aganefnd. 

Frímann Ari Ferdinandsson kynnti vinnu að afreksstefnu BSÍ, en afreksstarfið hefur verið í endurskoðun og endurmótun frá því á vormánuðum 2013.  Markmiðin má sjá á heimasíðu sambandsins, en aðgerðaáætlun verður unnin á næstu mánuðum í samráði við aðildarfélögin. Kristján Daníelsson var endurkjörinn formaður sambandsins, og aðrir í stjórn eru Valgeir Magnússon, Þórhallur Einisson, Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir, Helgi Jóhannesson, Guðrún Björk Gunnarsdóttir og Vignir Sigurðsson.  Þingforseti var Hörður Þorsteinsson.

Sigríður Jónsdóttir ritari ÍSÍ sat þingið sem fulltrúi ÍSÍ, ávarpaði þingfulltrúa og flutti kveðjur forseta og framkvæmdastjórnar.