Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

ÍSÍ sótti aðalfund FÍÆT

05.05.2014Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri, Viðar Sigurjónsson var með kynningu á Fyrirmyndarfélagi ÍSÍ á aðalfundi FÍÆT á Egilsstöðum föstudaginn 2. maí síðastliðinn.  FÍÆT er skammstöfun á Félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa.  Meiningin með kynningunni var að sýna fram á gildi viðurkenninga ÍSÍ til íþróttafélaga fyrir gæðastarf og augljósa tengingu þess við sveitarfélög landsins.  Það er væntanlega beggja hagur, ÍSÍ og sveitarfélaga að íþróttastarf sé sem faglegast og best úr garði gert.  Það er von ÍSÍ að sveitarfélögin sýni þessu áhuga og ÍSÍ lýsir sig jafnframt reiðubúið til frekara samstarfs í þessum efnum.  Rétt er að geta þess að sum sveitarfélög landsins stigu fyrir nokkrum árum það skref að styrkja sérstaklega þau félög í héraði sem hafa þessa viðurkenningu frá ÍSÍ.  Allar frekari upplýsingar um þessi mál veitir Viðar Sigurjónsson á vidar@isi.is eða í síma 514-4000 og 460-1467.  Á myndinni eru frá vinstri þeir Ragnar Örn Pétursson formaður FÍÆT og Viðar Sigurjónsson.