Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

Sumarfjarnám 1. stigs í þjálfaramenntun ÍSÍ

19.05.2014

Framundan er sumarfjarnám í þjálfaramenntun ÍSÍ á öllum þremur stigum námsins sem nú eru í boði.  Fjarnám 1. stigs hefst mánudaginn 23. júní næstkomandi.  Námið gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar, ségreinahluta námsins taka nemendur svo hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ.  Námið tekur átta vikur og skila nemendur verkefni(um) í hverri viku og taka auk þess nokkur krossapróf.  Þetta nám hefur verið afar vinsælt undangengin ár og hafa nemendur komið frá fjölmörgum íþróttagreinum og verið búsettir víða um landið.  Námið er allt í fjarnámi, það eru engar staðbundnar lotur.  Nemendur geta því í raun verið staddir hvar sem er ef þeir aðeins hafa tölvutengingu.  Skemmtilegt spjallsvæði er í náminu og er það mikið notað.  Þar bera nemendur saman bækur sínar og læra hver af öðrum.

Skráning er á namskeid@isi.is til fimmtudagsins 19. júní.  Inntökuskilyrði er 16 ára aldur og/eða grunnskólapróf.  Við skráningu þarf að taka fram fullt nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang og símanúmer.

Námskeiðsgjald er kr. 25.000.- og eru þá öll námskeiðsgjöld innifalin og send á heimilisföng þátttakenda.  Allir sem ljúka þessu námi frá þjálfaraskírteini sent á heimilisfang.

Fjarnám 2. og 3. stigs verður auglýst á næstu dögum.

Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.