Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

Flóðin á Balkanskaga

23.05.2014

Náttúruhamfarirnar á Balkanskaga hafa varla farið fram hjá neinum en tugir manns hafa látist þar vegna gríðarlegra flóða og eyðileggingin er mikil.  Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands hefur fengið send erindi frá Ólympíunefnd Serbíu og Ólympíunefnd Bosniu & Herzegovinu þar sem óskað er eftir aðstoð frá íþróttahreyfingunni um allan heim, bæði í formi fjárframlaga og eins ýmisskonar varnings. 

ÍSÍ vill koma á framfæri við sambandsaðila sína söfnunarsíma Rauða krossins 904 1500, 904 2500 eða 904 5500.  Síðustu fjórar tölurnar í hverju númeri segja til um þá styrkupphæð sem skuldfærist af símreikningi viðkomandi.  Eins er hægt að leita upplýsinga á vefsíðu Rauða Krossins, www.raudikrossinn.is um aðrar mögulegar leiðir til að styrkja söfnunina.

Allt söfnunarfé rennur beint til neyðaraðgerða Rauða krossins vegna flóðanna.