Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Íslenskir keppendur á Ólympíuleikum

26.05.2014Í dag birtast nýjar síður á heimasíðu ÍSÍ sem sýna alla íslenska keppendur á Ólympíuleikum frá 1908, annars vegar á Sumarólympíuleikum og hins vegar á Vetrarólympíuleikum.   

Ísland tók fyrst þátt á Ólympíuleikunum í London 1908. Ísland tók ekki þátt í Ólympíuleikum 1924, 1928 og 1932 vegna slæms efnahagsástands. Síðan 1936 hafa Íslendingar tekið þátt í öllum leikum nema vetrarleikunum í Sapparo í Japan 1972.

Sumarólympíuleikarnir eru einn stærsti einstaki alþjóðlegi íþróttaviðburðurinn sem haldinn er á fjögurra ára fresti. Fyrstu nútíma Sumarólympíuleikarnir voru haldnir í Aþenu árið 1896 og þá voru keppnisgreinar einungis 42. Til samanburðar þá voru þær 302 í Peking árið 2008 og 10.500 þátttakendur frá 205 þjóðum tóku þá þátt. Tveimur árum eftir sumarleika fara fram Vetrarólympíuleikar. Á vetrarleikunum er keppt í greinum sem flokkast undir vetraríþróttir og fer keppni fram á snjó eða ís. Fyrstu vetrarleikarnir voru haldnir í Chamonix í Frakkaland árið 1924. Árið 1992 ákvað Alþjóða Ólympíunefndin að láta sumar- og vetrarleika hlaupa á tveimur árum.