Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Jóhann B. Magnússon heiðraður á ársþingi ÍRB

27.05.2014Ársþing Íþróttabandalags Reykjanesbæjar var haldið 19. maí sl. í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ.
Á þinginu kynnti Jóhann B. Magnússon formaður fyrsta áfanga af samantekt á umfangi íþróttastarfs í Reykjanesbæ.
Í áfangaskýrslunni sem tekur til áranna 2002-2012 eru tekin saman gögn m.a. úr Felix skráningarkerfi  íþróttahreyfingarinnar, ársskýrslum íþróttafélaga, frá Hagstofunni og fleiri aðilum.  
Þessi samantekt gefur mjög góðar upplýsingar um íþróttaþátttöku í íþróttafélögum innan ÍRB, fjárhagslegar upplýsingar,  samsetningu félaga auk fjölda annarra tölfræðilegra upplýsinga um íþróttastarfið innan ÍRB.  Skýrslan verður svo kynnt formlega þegar allri gagnavinnslu er lokið.

Jóhann B. Magnússon formaður ÍRB til 13 ára lét af formennsku á þinginu. Forseti ÍSÍ Lárus L. Blöndal heiðraði Jóhann með Gullmerki ÍSÍ fyrir hans góðu störf í þágu íþrótta.
Nýr formaður ÍRB var kjörin Ingigerður Sæmundsdóttir. Hún er fyrsta konan til að gegna því embætti.

Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Sigríður Jónsdóttir ritari ÍSÍ og Líney R. Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ.