Sumarfjarnám í þjálfaramenntun 1. 2. og 3. stigs
Námið gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar og er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Þátttökugjald er kr. 25.000.- á 1. stig og eru þá öll námskeiðsgögn innifalin í gjaldinu og send á heimilisföng þátttakenda. Inntökuskilyrði á 1. stig er grunnskólapróf og 16 ára aldur.
Þátttökugjöld á 2. og 3. stig er kr. 18.000.- á hvort stig. Inntökuskilyrði á 2. stig er 18 ára aldur, 6 mánaða starfsreynsla við þjálfun og gilt skyndihjálparnámskeið. Inntökuskilyrði á 3. stig er 20 ára aldur, 12 mánaða starfsreynsla við þjálfun og gilt skyndihjálparnámskeið.
Þjálfaramenntun ÍSÍ hefur verið afar vinsæl undanfarin ár enda hefur verið aukinn þrýstingur í samfélaginu um fagleg og vönduð vinnubrögð og jafnframt réttindi við íþróttaþjálfun. Það samræmist vel stefnu íþróttahreyfingarinnar.
Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri í síma 460-1467 & 863-1399 og/eða á vidar@isi.is