Stofnþing Hjólreiðasambands Íslands 20. júní
19.06.2014
Stofnþing Hjólreiðasambands Íslands verður haldið föstudaginn 20. júní kl. 16:00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Á þinginu verður kosið til fyrstu stjórnar sambandsins.
Hjólreiðanefnd ÍSÍ var fyrst skipuð af Framkvæmdastjórn ÍSÍ þann 17. ágúst árið 2000. Hjólreiðafélög eða deildir eru starfandi innan eftirtalinna héraðssambanda og íþróttabandalaga ÍSÍ: ÍBR, ÍBH, UMSK, ÍRB, og HSÞ.
Með stofnun Hjólreiðasambands Íslands verða sérsambönd ÍSÍ orðin 30 talsins.