Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

HM unglinga í frjálsíþróttum - gjöf til ÍSÍ

30.07.2014

Hilmar Örn Jónsson, keppandi í sleggjukasti, kom færandi hendi á skrifstofu ÍSÍ í dag.

Eins og flestir þeir sem fylgjast með íþróttum hafa tekið eftir þá átti Ísland fimm keppendur á HM 19 ára og yngri í frjálsíþróttum sem fram fór í Eugene, Oregon í Bandaríkjunum í júlí.  Þrjú þeirra komust í úrslit og má segja það einstakan árangur fyrir ekki stærri þjóð.

Íslensku keppendurnir árituðu veggspjald frá mótinu og færðu ÍSÍ að gjöf.  Mun það eflaust fá að njóta sín vel á veggjum Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.

Um leið og við viljum þakka fyrir gjöfina óskum við íþróttafólkinu okkar áframhaldandi velgengni í íþróttunum.

Á myndinni er Hilmar ásamt Andra Stefánssyni, sviðsstjóra Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, sem tók við gjöfinni.