Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Brons á Ólympíuleikum ungmenna

27.08.2014

U-15 ára landslið drengja í knattspyrnu tryggði sér fyrr í morgun brons á Ólympíuleikum ungmenna í Nanjing í Kína. Íslensku drengirnir tryggðu sér bronsið með því að leggja lið Grænhöfðaeyja 4-0. Mörk Íslands skoruðu þeir Kolbeinn Birgir Finnsson, Torfi Tímóteus Gunnarsson og Helgi Guðjónsson auk þess sem eitt sjálfsmark var skorað eftir skot Helga. Leikskýrslu má finna hér, myndir frá leiknum má finna á myndasvæði Knattspyrnusambandsins, hér. Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá stemninguna í klefanum þar sem fagnað er eftir leik með Lárusi L. Blöndal forseta ÍSÍ.