Haustfjarnám allra stiga í þjálfaramenntun ÍSÍ hefst 29. september.
Skráning er á namskeid@isi.is og/eða í síma 514-4000 og þarf skráningu að vera lokið fyrir föstudaginn 26. september. Taka þarf fram fullt nafn, heimilisfang, kennitölu, netfang, símanúmer og að sjálfsögðu á hvaða stig verið er að skrá.
Nemendur skila verkefnum í hverri viku námsins og taka auk þess nokkur krossapróf. Þátttökugjald á 1. stig er kr. 25.000.- og eru þá öll námskeiðsgögn innifalin í verðinu. Þátttökugjald 2. og 3. stigs er kr. 18.000 og nýtast námskeiðsgögnin frá 1. stigi áfram á þeim stigum.
Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt réttindi til frekara náms í íþróttaþjálfun. 1. stig ÍSÍ jafngildir ÍÞF 1024 í framhaldsskólum og er það metið í báðar áttir. Allir þátttakendur sem ljúka námi fá send þjálfaraskírteini því til staðfestingar og inn á það skírteini eiga svo öll námskeið að fara, líka það nám sem sótt er til sérsambanda (-nefnda) ÍSÍ.
Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri, í síma 514-4000 eða 460-1467 og á vidar@isi.is.