ÍSÍ í heimsókn hjá HSÞ
Héraðssamband Þingeyinga (HSÞ) er víðfemt íþróttahérað með starfsemi allt frá Grenivík að Bakkafirði, eftir sameiningu íþróttahéraðanna í Norður- og Suður-Þingeyjarsýslu árið 2007. Fundarstaður ÍSÍ og HSÞ í fundaherferð ÍSÍ var að Laugum í Reykjadal á laugardaginn var, en á leiðinni til Lauga var einnig farið í stutta vettvangsferð um Reykjahlíð þar sem mannvirki voru skoðuð. Á Laugum voru íþróttamannvirki skoðuð í blíðskaparveðri og í kjölfarið fundað með forsvarsmönnum íþróttahéraðsins.
Jóhanna Kristjánsdóttir formaður HSÞ og Elín Sigurborg Harðardóttir framkvæmdastjóri héldu fróðlega kynningu á því helsta úr starfi sambandsins og verkefnum sem framundan eru en sambandið fagnar 100 ára afmæli sínu á árinu. Jóhanna afhenti forseta ÍSÍ boðsbréf á afmælishátíð sambandsins sem haldin verður 2. nóvember nk., einmitt á Laugum. Framkvæmdastjórn ÍSÍ og starfsfólk fékk einnig formlegt boð á hátíðina.
ÍSÍ ferðalangar yfirgáfu Lauga sælir með frábærar móttökur og saddir eftir ljúffengt lambalæri að hætti Haraldar Bóassonar veitingamanns í Dalakofanum,