Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Íþróttamaður ársins 2014

29.12.2014
Íþróttamaður ársins 2014 verður heiðraður þann 3. janúar nk. Sam­tök íþróttaf­rétta­manna kjósa íþróttamann ársins og hafa nú op­in­berað hvaða tíu ein­stak­ling­ar eru í efstu sæt­un­um. Einnig kjósa samtökin þjálf­ara árs­ins og lið árs­ins 2014.

Efstu tíu sætin í kjöri á íþróttamanni ársins eru:

Aron Pálm­ars­son, hand­knatt­leik­ur
Eygló Ósk Gúst­afs­dótt­ir, sund
Guðjón Val­ur Sig­urðsson, hand­knatt­leik­ur
Gylfi Þór Sig­urðsson, knatt­spyrna
Haf­dís Sig­urðardótt­ir, frjálsíþrótt­ir
Hrafn­hild­ur Lúth­ers­dótt­ir, sund
Jón Arn­ór Stef­áns­son, körfuknatt­leik­ur
Jón Mar­geir Sverris­son, sund fatlaðra
Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, knatt­spyrna
Sif Páls­dótt­ir, fim­leik­ar

Efstu þrjú sætin í kjöri á liði ársins eru:

Knatt­spyrnu­landslið karla
Körfuknatt­leiks­lands­lið karla
Meist­ara­flokk­ur karla Stjörn­unn­ar í knatt­spyrnu

Efstur þrjú sætin í kjöri á þjálfara ársins eru:

Al­freð Gísla­son
Heim­ir Hall­gríms­son
Rún­ar Páll Sig­munds­son 

Kjör­inu verður síðan lýst á Rúv og hefst útsending kl.20. Þá kem­ur í ljós hver það er sem hrepp­ir titil­inn eft­ir­sótta, íþróttamaður árs­ins 2014. Á síðasta ári var það knatt­spyrnumaður­inn Gylfi Þór Sig­urðsson sem varð fyr­ir val­inu. Hér má sjá hverjir hafa hlotið titilinn frá upphafi.