Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
14

Heiðranir á ársþingi UMSE

13.03.2015

UMSE hélt 94. ársþing sitt að Funaborg í Eyjafjarðarsveit fimmtudaginn 12. mars síðastliðinn.  Þingforsetar voru þau Elín Stefánsdóttir og Marinó Þorsteinsson og stýrðu þau þinginu af röggsemi. Fjöldi tillagna lágu fyrir þinginu, m.a. tillaga um stefnu UMSE 2015-2020.  Stefnan fékk mikla umfjöllun í nefnd og þingsal að loknum nefndarstörfum.  Lítilsháttar breytingar urðu á stefnunni í meðferð nefndar og þings en hún var svo samþykkt einróma.  Fram kom hjá stjórn að stefnan verði lifandi skjal sem taki beytingum ef þurfa þyki, s.s. á komandi ársþingum sambandsins.  Meðal annarra tillagna sem samþykktar voru má nefna tillögu þar sem þingið beinir því til aðildarfélaga að hvetja þjálfara sína til þátttöku á námskeiðum og í endurmenntun.  Í tillögunni var komið inn á að UMSE greiði kostnað að hluta eða öllu leyti vegna þessa.  Bjarnveig Ingvadóttir hlaut áframhaldandi kosningu sem formaður sambandsins  Varaformaður gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn og því var nýr varaformaður kjörinn Sigurður Eiríksson og gjaldkeri verður áfram Einar Hafliðason.

ÍSÍ veitti tveimur aðilum heiðursviðurkenningar á þinginu fyrir góð störf þeirra í þágu íþrótta.  Óskar Þór Vilhjálmsson fyrrum formaður UMSE fékk Silfurmerki ÍSÍ og Jónas Vigfússon úr Hestamannafélaginu Funa fékk Gullmerki ÍSÍ.  Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.  Á myndinni er formaður UMSE, Bjarnveig Ingvadóttir.