Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Heiðranir á ársþingi HSÞ

16.03.2015

HSÞ hélt ársþing sitt í Skúlagarði í Kelduhverfi sunnudaginn 15. mars síðastliðinn.  Þingforseti var Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir og stýrði hún þinginu af röggsemi.  Fjölmargar tillögur lágu fyrir þinginu og voru þær allar samþykktar.  Margar þeirra breyttust talsvert í meðferð nefnda og þingheims.  Jóhanna S. Kristjánsdóttir formaður HSÞ gaf ekki kost á sér til framhaldandi setu í því embætti og var Anita Karen Guttesen kjörin í hennar stað.  

ÍSÍ veitti tvær heiðursviðurkenningar á þinginu, Silfurmerki ÍSÍ fékk Torfhildur Guðrún Sigurðardóttir fyrir ötult starf til fjölmargra ára í þágu íþrótta og heilsu og Gullmerki ÍSÍ hlaut fráfarandi formaður, Jóhanna S. Kristjánsdóttir.  Jóhanna var formaður HSÞ í fimm ár en þar áður hafði hún meðal annars setið um árabil í stjórn USÚ.  Íþróttamaður HSÞ var kjörinn á þinginu og var það Kristbjörn Óskarsson sem hlaut þann titil að þessu sinni en Kristbjörn er einn fremsti Bocciamaður landsins.  

Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.  Á myndinni eru frá vinstri, Jóhanna S. Kristjánsdóttir fráfarandi formaður HSÞ og Anita Karen Guttesen nýkjörinn formaður HSÞ.