Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Ársþing Sundsambands Íslands

25.03.201561. þing Sundsambands Íslands var haldið 6. – 7. mars sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.
Fjölmargar tillögur lágu fyrir þinginu og var þingið afar starfsamt. Stefna SSÍ til næstu tveggja ára sem og afreksstefna SSÍ var samþykkt. Nýir aðilar í stjórn, kjörin til ársins 2019, eru  þau Bjarney Guðbjörnsdóttir, Elsa M. Guðmundsdóttir, Pétur Einarsson og Richard Kristinsson.  Ingibjörg Kristinsdóttir var kjörin til stjórnarsetu til ársins 2017.  Í varastjórn til tveggja ára voru kjörin Eva Hannesdóttir og Jónas Tryggvason. Aðrir í stjórn kosin á síðasta þingi eru Hörður J. Oddfríðarson formaður, Hlín Ástþórsdóttir varaformaður og Lóa Birna Birgisdóttir gjaldkeri.
Í tengslum við þingið var haldin ráðstefna um uppbyggingu sundhreyfingarinnar. Fyrirlesarar voru Lasse Hoel frá Norska sundsambandinu og Jacky Pellerin landsliðsþjálfari.
Þingforsetar á sundþingi voru þeir Benedikt Sigurðarson fyrrum formaður SSÍ og Hafsteinn Pálsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ.