Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
20

63 dagar til Evrópuleika

10.04.2015

Fyrstu Evrópuleikarnir fara fram í Baku í Azerbaijan dagana 12. til 28. júní 2015. Í dag eru 63 dagar til leikanna. Það kemur í ljós á næstu vikum hverjum, og úr hvaða greinum, tekst að tryggja sér þátttökurétt á leikunum. Áætlað er að um fimmtán keppendum takist að tryggja sér þátttökurétt á leikunum til að mynda í fimleikum, sundi, badminton, skylmingum, bogfimi, júdó og skotfimi.

Nú er búið að birta lukkudýr leikanna og það eru gasellan Jeyran og granateplatréð Nar. Lukkudýrin eru sögð eiga að endurspegla stolt landsins yfir sögu þess og efnilegri framtíð.

Nokkrir íþróttamenn hafa verið tilnefndir sem sendiherrar leikanna. Það eru Kseniya Moustafaeva (fimleikar), René Holten Poulsen (kajak sprettur), Dusan Domovic Bulut, Marko Savic, Marko Zdero og Dejan Majstorovic (3x3 körfuknattleikur), Jade Jones (taekwondo), Vassiliki Vougiouka (skylmingar) og Dimitrij Ovtcharov (borðtennis). Þessir sendiherrar hafa verið valdir til koma sinni íþrótt á framfæri. Þeir munu birtast í auglýsingaherferðum um álfuna, til að kynna þessa fyrstu Evrópuleika.

Keppni á Evrópuleikunum stendur yfir í 17 daga og búist er við meira en 6000 íþróttamönnum frá Ólympíuþjóðum Evrópu. Keppt verður í 20 íþróttagreinum, þar á meðal í greinum sem ekki hefur verið keppt í áður á stórmóti sem þessu eins og 3x3 körfuknattleik, strandfótbolta, karate og sambó. Hægt er að sjá meira um greinarnar hér.

Myndir með frétt