Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

72. Íþróttaþing ÍSÍ

16.04.2015

72. Íþróttaþing ÍSÍ verður haldið í Gullhömrum í Reykjavík 17. og 18. apríl nk. Íþróttaþing ÍSÍ er æðsti vettvangur íslenskrar íþróttahreyfingar. Þingsetning verður föstudaginn 17. apríl og hefst kl. 16:00.

Fyrir þinginu liggur tillaga um kosningu fjögurra nýrra Heiðursfélaga ÍSÍ, sem borin verður upp í upphafi þingsins. Þá liggja fyrir þinginu margar tillögur um ýmis mál er varða málefni íþróttahreyfingarinnar.

Kosningar til forseta ÍSÍ og framkvæmdastjórnar ÍSÍ fara fram á laugardeginum 18. apríl. Áætluð tímasetning er kl. 11:00.

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ er einn í framboði í kjöri til forseta ÍSÍ. Í kjöri til framkvæmdastjórnar ÍSÍ eru 11 einstaklingar en þeir eru í stafrófsröð: Garðar Svansson, Guðmundur Ágúst Ingvarsson, Gunnar Bragason, Gunnlaugur Auðunn Júlíusson, Hafsteinn Pálsson, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Ingi Þór Ágústsson, Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir, Jón Finnbogason, Sigríður Jónsdóttir og Örn Andrésson. Í framboði til varastjórnar eru þau Gísli Reynisson, Lilja Sigurðardóttir og Þórey Edda Elísdóttir.

Á laugardaginn þann 18. apríl kl. 13:00 verður útnefnt í sjötta sinn í Heiðurshöll ÍSÍ.

Gert er ráð fyrir að þinginu ljúki á laugardagseftirmiðdag.

Dagskrá þingsins má sjá hér

Ársskýrslu og tölfræðirit má sjá hér