Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

72. Íþróttaþingi ÍSÍ lokið

18.04.2015
72. Íþróttaþingi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands lauk nú fyrir nokkrum mínútum í Gullhömrum í Grafarholti. Þingforsetar voru þau Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Steinn Halldórsson og stýrðu þau þinginu af mikilli röggsemi. Til þingsins voru mættir vel á annað hundrað þingfulltrúa af öllu landinu. Fyrir þinginu lá 31 tillaga sem fjallað var um í nefndum langt frameftir í gærkvöldi og voru svo afgreiddar á þinginu í dag.

Lárus L. Blöndal var einróma endurkjörinn forseti ÍSÍ til næstu tveggja ára með dynjandi lófaklappi en ekkert mótframboð kom fram.

Í framkvæmdastjórn voru eftirtaldir kjörnir:
Garðar Svansson, Guðmundur Ágúst Ingvarsson, Gunnar Bragason, Gunnlaugur A. Júlíusson, Hafsteinn Pálsson, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Ingi Þór Ágústsson, Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Örn Andrésson

Friðrik Einarsson og Jón Gestur Viggósson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Þeir voru báðir heiðraðir í lok þings með Gullmerki ÍSÍ fyrir störf sín í þágu íþróttahreyfingarinnar.

Í varastjórn voru kjörin: Jón Finnbogason, Lilja Sigurðardóttir og Þórey Edda Elísdóttir.

Myndir með frétt