Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Heiðursfélagar ÍSÍ kjörnir á Íþróttaþingi

18.04.2015Á 72. Íþróttaþingi ÍSÍ í dag voru kjörnir fjórir Heiðursfélagar ÍSÍ en sú heiðursnafnbót er æðsta viðurkenning innan vébanda ÍSÍ.  Nýir Heiðursfélagar ÍSÍ eru Benedikt Geirsson fyrrverandi formaður Skíðasambands Íslands, Jens Kristmannsson íþróttaleiðtogi frá Ísafirði, Margrét Bjarnadóttir fyrrverandi formaður Fimleikasambands Íslands og Reynir Ragnarsson fyrrverandi formaður ÍBR.  Öll hafa þau starfað í íþróttahreyfingunni frá unga aldri og sinnt forystustörfum á ýmsum vettvangi innan hreyfingarinnar um áratuga skeið.  Framlag þeirra til íþrótta í landinu verður seint metið til fulls.  ÍSÍ óskar þeim öllum til hamingju með heiðurinn og býður þau velkomin í hóp Heiðursfélaga ÍSÍ.

Myndir með frétt