Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Fjórir sæmdir Heiðurskrossi ÍSÍ

18.04.2015

Á Íþróttaþingi ÍSÍ í dag voru fjórir einstaklingar sæmdir Heiðurskrossi ÍSÍ.  Það voru þau Albert H. N. Valdimarsson, Camilla Th. Hallgrímsson, Dóra Gunnarsdóttir og Elsa Jónsdóttir.  Öll eiga þau að baki langt og farsælt starf í íþróttahreyfingunni.  Um leið og ÍSÍ óskar þeim til hamingju með heiðursviðurkenninguna þá er þeim þakkað fyrir framúrskarandi framlag til íþróttahreyfingarinnar.

Á myndinni eru frá vinstri, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, Albert. H. N. Valdimarsson, Elsa Jónsdóttir, Camilla Th. Hallgrímsson og Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ.  Dóra Gunnarsdóttir gat því miður ekki mætt til þings en fékk Heiðurskross ÍSÍ afhentan síðar um daginn.

Myndir með frétt