Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Forseti Alþjóðakaratesambandsins fundaði með ÍSÍ

20.04.2015

Formannafundur Norræna karatesambandsins var haldinn í Reykjavík þann 10. apríl í tengslum við Norðurlandameistaramótið í karate.
Antonio Espinos forseti Alþjóðakaratesambandsins, sem er jafnframt forseti Evrópska karatesambandsins, var heiðursgestur fundarins sem og Norðurlandamótsins. Hann heimsótti ÍSÍ og átti fund með Sigríði Jónsdóttur ritara framkvæmdastjórnar ÍSÍ og Líneyju Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ ásamt fulltrúum Karatesambands Íslands, Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs, Finnlands og Lettlands. 
Rætt var um framgang karate og áhuga á að íþróttin verði á dagskrá Ólympíuleikanna og þá fyrst á leikunum í Tókýó 2020.  Karate er keppnisgrein á fyrstu Evrópuleikunum sem haldnir verða í Bakú í júní nk. og eru forsvarsmenn karatehreyfingarinnar bjartsýnir á að það muni hjálpa til við að koma íþróttinni inn á Ólympíuleika 2020 eða 2024.
Antonio Espinos er einnig varaforseti SportAccord sem eru regnhlífarsamtök íþróttasamtaka hvort heldur þau eru viðurkennd af Alþjóðaólympíunefndinni eða ekki og skipuleggjenda alþjóðlegra íþróttaviðburða.

Á myndinni eru frá vinstri: Javier Escalante frá Svíþjóð, Jaenette Rohde frá Danmörku, Urban Andersson frá Svíþjóð, Antonio Espinos forseti Alþjóðakaratesambandsins (WKF),  Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, Sarah Wennerstrom frá Svíþjóð, Santa Drozdova frá Lettlandi, Svanhild Sunde frá Svíþjóðm,  Sigríður Jónsdóttir ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ og Reinharð Reinharðsson formaður Karatesambands Íslands.

 

Myndir með frétt