Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Fyrirmyndardeildir ÍSÍ hjá Umf. Selfoss

22.04.2015Þrjár deildir Umf. Selfoss fengu endurnýjun viðurkenninga sinna sem fyrirmyndardeildir ÍSÍ á aðalfundi félagsins fimmtudaginn 16. apríl síðastliðinn.  Deildirnar sem um ræðir eru frjálsíþróttadeild, knattspyrnudeild og Taekwondodeild.  Handbækur deildanna eru vel unnar og uppfylla vel öll ákvæði fyrirmyndarfélaga.  Það er svo deildanna að upplýsa alla sem koma að starfinu með einum eða öðrum hætti um ákvæðin og þær stefnur sem markaðar hafa verið.  Þannig er tryggt eins og kostur er að allir rói í sömu átt.  Þess má geta að sveitarfélagið Árborg styrkir sérstaklega fyrirmyndarfélög og -deildir innan sveitarfélagsins á ári hverju.  Sveitarfélagið sér þar með hag sinn og íbúa sveitarfélagsins í því að íþróttastarfið sé faglegt og vel skipulagt.  Það var Sigríður Jónsdóttir ritari ÍSÍ og formaður Þróunar- og fræðslusviðs sem afhenti viðurkenningarnar formönnum deildanna.  Á myndinni eru frá vinstri, Óskar Sigurðsson formaður knattspyrnudeildar Umf. Selfoss, Helgi S. Haraldsson formaður frjálsíþróttadeildar, Ófeigur Ágúst Leifsson formaður taekwondodeildar og Sigríður Jónsdóttir.