Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
5

Blossa boðið í heimsókn á Hvolsvöll

24.04.2015

Það hefur verið mikið um að vera undanfarna daga  í Hvolsskóla en börn og fullorðnir hafa skemmt sér vel á þemadögum þessa vikuna. Þeim lauk síðan á miðvikudag með Vorhátíð Hvolsskóla og mætti Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015 í heimsókn ásamt Kristni Þórarinssyni sundmanni úr Fjölni. Þemadagarnir tengdust að miklu leyti Smáþjóðaleikunum í ár. Í tengslum við þemadaganna voru unnin allskonar verkefni sem krakkarnir höfðu greinilega lagt mikilla vinnu í en þar á meðal var eftirlíking af Blossa úr pappamassa. Á hátíðinni afhenti Blossi Birnu skólastjóra bókagjöf, lestrarbókina Hærra, hraðar, sterkar og Íþróttabókina, ÍSÍ-Saga og samfélag í 100 ár. Blossi vakti mikla athygli, sérstaklega  hjá yngri nemendum, og fengu margir að taka af sér mynd með lukkudýrinu. Vel var mætt á hátíðina en um 400 manns voru í salnum.

Kristinn ræddi við elstu nemendur skólans um hvað þarf til að ná árangri í íþróttum og námi og fékk fjölda spurninga frá krökkunum meðal annars hvert hann hefur ferðast og hvað hann borði mikið á dag.

Myndir með frétt