Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
5

Þrautabraut 2015

28.04.2015

Íþrótta- og Ólympíusambandið og Íshokkísamband Íslands stóðu sameiginlega að keppni í þrautabraut í íshokkíi í gær. Keppnin var úrtökumót fyrir undankeppni í þrautabraut fyrir Ólympíuleika ungmenna sem fram fara í Lillehammer í Noregi í febrúar 2016. Íslensku íshokkífélögin tilnefndu þátttakendur í þrautabrautarkeppnina sem fram fór í Skautahöllinni í Laugardal.

Þátttakendur voru þau:

Alexandra Hafsteinsdóttir SR
Guðrún Linda Sigurðardóttir SR
Ragnhildur Helga Kjartansdóttir SA
Sunna Björgvinsdóttir SA

Halldór Ingi Skúlason SA
Heiðar Örn Kristveigarson SA
Kristófer Ingi Birgisson Björninn
Styrmir Maack SR
Sölvi Atlason SR
Vignir Freyr Arason Björninn

Brautin samanstóð af sex þrautum sem reyna á leikni á skautum, skotgetu, lipurð og stjórn á pekki. Þrautirnar voru krefjandi og eftir jafna og skemmtilega keppni voru það þau Vignir Freyr Arason, Birninum og Sunna Björgvinsdóttir, Skautafélagi Akureyrar sem báru sigur úr býtum. Vignir Freyr og Sunna verða því fulltrúar Íslands í undankeppni í þrautabraut fyrir Ólympíuleika ungmenna. Undankeppnin fer fram síðar á árinu. Þar keppa okkar fulltrúar við önnur ungmenni um fimmtán laus sæti sem eru í boði fyrir hvort kyn. Keppni í þrautabraut er til viðbótar hefðbundinni keppni í íshokkíi, nánar má sjá um íshokkí á Ólympíuleikum ungmenna hér.

 


Myndir með frétt