Blossi heimsótti Vesturbæjarskóla
Allir nemendur í 6. bekk í Vesturbæjarskóla fengu lítinn Blossa til eignar, sem Blossi sjálfur afhenti þeim ásamt sviðsstjóra Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ, Ragnhildi Skúladóttur, og verkefnastjóra kynningarmála hjá ÍSÍ, Rögnu Ingólfsdóttur. Blossi hitti marga nemendur skólans í dag í frímínútum. Það má með sanni segja að heimsóknin hafi vakið mikla lukku.
Meðfylgjandi eru myndir frá heimsókninni.