Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Líf og fjör í Sjálandsskóla

31.05.2015

Síðustu dagar hafa verið viðburðarríkir í undirbúningi fyrir Smáþjóðaleikana sem fram fara 1.-6. júní næstkomandi, ekki bara á keppnissvæðum og í Laugardal heldur hafa verið í gangi spennandi verkefni tengd leikunum víða annars staðar.

Nem­end­ur í 1.- 7. bekk í Sjá­lands­skóla og nem­end­ur Alþjóðaskól­ans tóku for­skot á sæl­una og voru með sína eig­in Smáþjóðal­eika föstu­dag­inn 29. maí. 
Þar var keppt í hinum ýmsu íþrótta­grein­um og Blossi, lukku­dýr leik­anna, heilsaði upp á nem­end­ur í hádeginu.  Hann lék á alls oddi eins og hans er von og vísa, stóð á höndum og tók helj­ar­stökk.  Vakti hann mikla lukku hjá nem­end­um.  
„Leikarnir” þóttu tak­ast einstaklega vel og nem­end­ur beggja skól­anna skemmtu sér vel, enda sól og blíða og allir glaðir.