Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Þriðja keppnisdegi lokið í Bakú

16.06.2015

Þá hafa íslensku þátttakendurnir lokið keppni á þriðja keppnisdegi okkar fólks. Meisam Rafiei tók þátt í -58 kg flokki í taekwondo. Þar laut hann í lægra haldi í fyrstu viðureign fyrir Þjóðverjanum Levent Tuncat með þremur stigum gegn sjö. Útsláttarfyrirkomulag er á keppninni svo Meisam hefur lokið keppni.

Í bogfiminni hóf Sigurjón Atli Sigurðsson keppni með sveigboga af 70 metra færi. Sigurjón hafnaði í 58. sæti af 64 keppendum með 614 stig. Er það besti árangur Sigurjóns til þessa og um leið Íslandsmet í greininni.

Hér með fréttinni má sjá myndir af Meisam með þjálfara sínum Chago Rodriguez og Sigurjóni og þjálfara hans Carsten Tarnow.

Á morgun keppir Ásgeir Sigurgeirsson með loftbyssu af 10 metra færi.

Myndir með frétt