Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Undankeppni lokið í loftskammbyssu

17.06.2015Skotmaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson keppti fyrr í dag í forkeppni með loftskammbyssu af 10 metra færi. Niðurstaðan er sú að Ásgeir náði 572 stigum, sem skilaði honum í 22. sæti í keppninni. Átta efstu úr forkeppninni keppa til úrslita í greininni síðar í dag, síðasti maður til að tryggja sig inn í úrslit var með 579 stig. Ásgeir keppir næst á laugardaginn með fríbyssu af 50 metra færi.

Myndir með frétt