Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
14

Þriðja keppnisdegi lokið í Tbilisi

29.07.2015

Þá er þriðja keppnisdegi lokið á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar þar sem mörg af okkar krökkum kepptu. Stefanía keppti í 400 m. skriðsundi, þar synti hún á 4.45,97 sem er töluvert frá hennar besta árangri. Í undankeppni stangarstökksins fór Hilda Steinunn yfir 3.10 m sem dugði ekki til að komast í úrslit. Bjarki Freyr Finnbogason hljóp 200 metrana á 23.88 sekúndum. Bjarki Freyr var einnig skráður til keppni í 400 metra hlaupi en varð að draga sig úr keppni vegna eymsla. Þórdís Eva Steinsdóttir endaði svo daginn á að hlaupa sig inn í úrslit 400 metra hlaups þegar hún hljóp á tímanum 56.31 sem reyndist 5. besti tími undanrásanna.

Í fimleikunum kepptu okkar stúlkur. Voru þær afar jafnar og enduðu í 63-65 sæti. Fjóla Rún fékk 45.250 stig, Nanna fékk 45.150 fyrir sínar æfingar og Inga 44.80 stig. Í liðakeppninni varð Ísland í 23 sæti af 27 keppnisþjóðum.

Með fréttinni má sjá Þórdísi í 400 metra hlaupinu, fimleikastúlkurnar á leið í keppni, Bjarka Frey í 200, Stefaníu stinga sér til sunds á fyrstu braut í skriðsundinu og Hildu Steinunni þiggja góð ráð frá Elísabetu þjálfara og flokksstjóra.

Enginn af íslensku þátttakendunum keppir á morgun fimmtudag, á föstudaginn keppir sundfólkið okkar í sínum síðustu greinum og Þórdís Eva keppir í úrslitum 400 metra hlaupsins kl. 18.30 að staðartíma.

Myndir með frétt