Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
21

Næst síðasti keppnisdagur framundan í Tbilisi

30.07.2015Á morgun föstudag er næst síðasti keppnisdagur Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar í Tbilisi í Georgíu. Í dag var enginn Íslendingur að keppa, þeir sem lokið hafa keppni skoðuðu sig um hér í borginni meðan þeir sem eftir eiga að keppa undirbjuggu sig fyrir komandi átök. Í fyrramálið keppir Stefanía Sigurþórsdóttir í undanriðlum 200 metra skriðsunds og Ólafur Sigurðsson keppir í 1.500 m. skriðsundi. Kl. 18.30 að staðartíma annað kvöld keppir Þórdís Eva Steinsdóttir til úrslita í 400 m. hlaupi. Þórdís Eva sem er á yngra ári keppenda náði fimmta besta árangri keppenda í undanriðlunum þegar hún hljóp á 56.31 sekúndu. Einungis ein önnur stúlka fædd árið 2000 keppir í úrslitunum á morgun. Þórdís verður á 8. braut í úrslitunum.