Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
21

Fundur um þjálfaramenntun

28.09.2015

ÍSÍ hélt fund með fulltrúum sérsambanda og sérnefnda föstudaginn 25. september sl. Fundarefnið var þjálfaramenntun og gildi hennar. Fundurinn var sjálfstætt framhald fundar sem haldinn var um sama efni í maí sl.

Á fundinum fór Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri, yfir samþykkt menntakerfi íþróttahreyfingarinnar í þjálfaramenntun. Viðar kom inn á gildi menntunar í íþróttaþjálfun og þær kröfur sem samfélagið í raun gerir til þessarra starfa. Hann fór yfir hlutverk sérsambanda og –nefnda í menntakerfinu og mikilvægi þess að þjálfarar eigi kost á að taka sérgreinaþátt námsins eins og almenna hlutann sem ÍSÍ kennir. Einnig renndi hann yfir mat á námi milli íþróttahreyfingarinnar og skólakerfisins og endurmenntun og gildi hennar.

Fulltrúar tveggja sérsambanda voru einnig með erindi á fundinum, annars vegar var það Hlín Bjarnadóttir frá Fimleikasambandi Íslands og hins vegar Ágúst S. Björgvinsson frá Körfuknattleikssambandi Íslands. Erindi þeirra voru afar góð og í báðum tilvikum var komið skýrt inn á gildi þess að fylgja samþykktu menntakerfi og bjóða þjálfurum reglulega upp á menntun við hæfi. Hlín sagði einnig frá því að inn á gólfið í fimleikasalnum færu einungis menntaðir þjálfarar, það væri skýr stefna Fimleikasambandsins. Ágúst sagði m.a. frá könnun sem hann gerði um viðhorf körfuknattleiksþjálfara til menntunar og kom þar í ljós að langflestir þjálfarar telja menntunina nauðsynlega.

Það er von ÍSÍ að öll sérsambönd og –nefndir bjóði þjálfurum sínum reglulega eða eftir þörfum upp á ségreinahluta menntakerfisins á öllum stigum þess þannig að íþróttaþjálfarar á Íslandi hafi þá menntun sem menntakerfið gerir kröfur um. Það er mikilvægur hlekkur í framþróun í íþróttaiðkun á Íslandi, iðkendum og íþróttastarfi almennt til heilla og framfara.